Morðingjarnir ferðuðust með þotum prinsins

Jamal Khashoggi, blaðamannsins sem var myrtur í október 2018.
Jamal Khashoggi, blaðamannsins sem var myrtur í október 2018. AFP

Tvær einkaþotur sem notaðar voru til að flytja aftökusveitina sem á að hafa drepið og sundurlimað sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi voru í eigu krónprinsins Mohammed bin Salman. Félagið sem átti einkaþoturnar hafði innan við ári áður verið yfirtekið af krónprinsinum samkvæmt málsskjölum sem CNN hefur undir höndum.

Skjölin eru hluti af máli sem var höfðað í Kanada fyrr á árinu og eru þau merkt sem leyniskjöl af ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu. Það mál er höfðað af hálfu kanadíska ríkinu gegn Saad Aljabri sem áður var háttsettur í leyniþjónustu Sádi-Arabíu. 

Þar kemur fram að eignarhaldið á Sky Prime Aviation hafi verið fært í fjárfestingarsjóð í eigum prinsins undir lok árs 2017. Þotur félagsins voru síðan notaðar í tengslum við morðið á Khashoggi í október 2018.

Aljabri hefur sakað krónprinsinn um að hafa sent aftökusveit til Kanada til að drepa hann nokkrum dögum eftir að Khashoggi var myrtur. 

Fljótlega eftir morðið greindi Wall Street Journal frá því að þotur í eigu krónprinsins hafi verið notaðar til að flytja morðingjana.
Von er á skýrslu í dag eða á næstu dögum frá bandarísku leyniþjónustunni (CIA) varðandi þá sem eru taldir hafa staðið á bak við morðið á Khashoggi. Fljótlega eftir morðið hélt CIA því fram með mikilli vissu að krónprinsinn hefði fyrirskipað morðið en þetta hefur aldrei sagt opinberlega né heldur lögð fram gögn til staðfestingar.
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, sagði í síðustu viku að Joe Biden Bandaríkjaforseti væri að endurskoða samskipti Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu og hann hygðist ætla að ræða við konunginn sjálfan, Salman bin Abdulaziz Al-Saud, í stað krónprinsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert