Jóhann Karl gerir upp við spænska skattinn

Juan Carlos, fyrrum Spánarkonungur.
Juan Carlos, fyrrum Spánarkonungur. AFP

Jóhann Karl, fyrrum Spánarkonungur, hefur nú reitt fram aðra greiðslu sína til handa spænskum skattayfirvöldum til þess að rétta af stöðu sína gagnvart yfirvöldum. Jóhann Karl baðst lausnar sem konungur árið 2014 eftir að upp komst um fjármálamisferli hans. Hann hafði um árabil svikið undan skatti.

Jóhann Karl hefur nú greitt 4 milljónir evra, andvirði 614 milljón króna, af þeim 8 milljónum evra sem honum láðist að gefa upp til skatts. Í desember í fyrra greiddi Jóhann Karl tæpar 700 þúsund evra aftur til skatts, andvirði 107 milljóna króna.

Jóhann Karl lét syni sínum, Filippusi sjötta, eftir konungsembættið og flúði til Sameinuðu arabísku furstadæmanna árið 2014, þar sem hann hefur búið síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert