Aukinn viðbúnaður í Washington

AFP

Bandaríska lögreglan hefur aukið viðbúnað í höfuðborginni, Washington, eftir að leyniþjónustan komst á snoðir um að vígasamtök ætli sér að reyna að komast inn í þinghúsið á morgun, 4. mars. Sá dagur er mikilvægur fyrir samsæriskenningasmiði sem telja að það sé dagurinn sem Donald Trump muni verða settur í embætti forseta. Þann dag sóru forsetar Bandaríkjanna embættiseið allt til ársins 1933.

Ekki er vitað hversu margir stuðningsmenn hægriöfga­hreyf­ing­arinnar QAnon trúi því að Trump taki við embætti forseta á morgun. 

Tveir mánuðir eru síðan hópur stuðningsmanna Trumps réðst inn í þinghúsið með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Lögreglan hefur hækkað viðbúnað í og við þinghúsið og verða fleiri lögreglumenn þar á vakt vegna mögulegrar innrásar vígamanna þar inn á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert