243.827.000.000.000 króna aðgerðapakki samþykktur

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt mótvægisaðgerðir Joes Bidens Bandaríkjaforseta gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum hennar. Öllum Bandaríkjamönnum verður veitt  bein fjárhagsaðstoð sem nemur 1.400 dollurum, eða 179 þúsund krónum.

Það þýðir að heildarupphæð sem lögð er í mótvægisaðgerðirnar er um 1,9 billjónir dollara eða um 243,8 billjónir íslenskra króna (243.827.000.000.000 ISK). 

Frumvarpið um mótvægisaðgerðirnar var naumlega samþykkt í öldungadeild Bandaríkjaþings, 50 atkvæði gegn 49, og fer það því nú fyrir fulltrúadeildina, þar sem búist er við að það verði samþykkt. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert