Naz­an­in Zag­hari-Ratclif­fe laus úr fangelsi

Naz­an­in Zag­hari-Ratclif­fe.
Naz­an­in Zag­hari-Ratclif­fe. AFP

Bresk-íranski hjálparstarfsmaðurinn Nazanin Zaghari-Ratcliffe, sem hefur setið í fangelsi í Íran síðustu fimm ár, sökuð um njósnir, hefur loksins fengið ökklaband sitt fjarlægt, en síðasta árið hefur Nazanin verið í stofufangelsi. Hún hefur ávallt neitað ásökununum á hendur sér. BBC greinir frá. 

Hins vegar hefur eiginmanni hennar, Richard Ratcliffe, verið tilkynnt að fyrirhugað sé að höfða nýtt dómsmál gegn henni næsta sunnudag. 

Utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab, sagði í yfirlýsingu: „Við fögnum því að ökklaband Nazanin Zaghari-Ratcliffe hafi verið fjarlægt, en Íran heldur áfram að leggja á hana og fjölskyldu hennar grimmilegar og óþolandi þrautir. 

Henni verður að sleppa varanlega svo hún geti snúið aftur til fjölskyldu sinnar í Bretlandi. Við munum halda áfram að gera allt sem við getum til að ná því fram.“ 

Richard Ratcliffe sagði PA-fréttastofunni að eiginkona hans, Nazanin, væri virkilega ánægð með að ökklabandið hefði nú loksins verið fjarlægt en hefði þó áhyggjur af því að hún yrði dæmd til annarrar fangelsisafplánunar. 

„Mér finnst eins og þeir hafi búið til eina hindrun um leið og þeir hafa fjarlægt aðra og við erum mjög greinilega áfram í miðju skákmóti ríkisstjórnarinnar,“ sagði Richard Ratcliffe. 

Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, fór í hungurverkfalli árið 2019 fyrir …
Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, fór í hungurverkfalli árið 2019 fyrir utan íranska sendiráðið til að sýna eiginkonu sinni samstöðu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert