Fimm prestum og tveimur nunnum rænt

Frá fangelsi í hverfinu Croix-des-Bouquets. Mynd úr safni.
Frá fangelsi í hverfinu Croix-des-Bouquets. Mynd úr safni. AFP

Fimm kaþólskum prestum og tveimur nunnum var rænt á Haítí í dag. Talsmaður kirkju þar í landi hefur staðfest þetta.

Fólkið var numið á brott í hverfinu Croix-des-Bouquets, norðaustan við höfuðborgina Port-au-Prince í morgun þar sem það var á leið á vígsluathöfn nýs prests. Tveir prestanna eru franskir en hinir heimamenn, sem og nunnurnar.

Mannrán eru nokkuð tíð á Haítí og heilu gengin sem sérhæfa sig í þeim. Fréttaveitan AFP hefur eftir séra Loudger Mazile að mannræningarnir hafi krafist einnar milljónar bandaríkjadala í lausnargjald. Ekki fylgir sögunni hvort orðið verður við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert