Situr í varðhaldi fram að réttarhöldum

La Guardia Civil.
La Guardia Civil. Ljósmynd/Oscar

Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni í vikunni situr nú í varðhaldi fram að réttarhöldum á Spáni. 

„Í þessu tilviki er brotið talið mjög alvarlegt og maðurinn hefur brotið af sér áður gagnvart börnum. Mál og sönnunargögn La Guardia Civil eru sterk og var manninum því gert að sitja í fangelsi fram að réttarhöldum,“ segir fulltrúi La Guardia Civil í samtali við mbl.is. Verði maðurinn fundinn sekur og dæmdur til fangelsisvistar dregst tíminn sem þegar hefur verið setinn frá dómnum.

La Guardia Civil, sem er einskonar sérsveit á Spáni, handtók manninn í aðgerð sem beint var að barnaníðingum. Fram kemur í samtali við fulltrúa þeirra að algengt er að bið eftir réttarhöldum í máli sem þessi sé um ár. 

Maðurinn er 59 ára, og bjó einn á Spáni samkvæmt samtali við samtali við La Guardia Civil. Hann hefur verið búsettur í um tvö ár í Torre Pacheo sem er mitt á milli Torrevieja og Cartagena í Murcia héraði á Suðaustur-Spáni. Áður bjó maðurinn í Kólumbíu.

Var hann handtekinn fyrir brot gegn átta börnum sem hann vingaðist við og greiddi fyrir ýmsa  „greiða“. Samkvæmt fulltrúa La Guardia Civil er um kynferðisbrot gagnvart börnum að ræða sem teljast til nauðgunar önnur en kynferðismök.

Upp komst um brot mannsins eftir kvartanir frá fjölskyldum og aðstandendum barna sem maðurinn umgekkst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert