Árásarmaðurinn á meðal hinna látnu

Lík eins fórnalambanna er flutt af vettvangi árásarinnar.
Lík eins fórnalambanna er flutt af vettvangi árásarinnar. AFP

Talið er að skotmaður sem varð átta manns að bana í bandarísku borginni Indianapolis í nótt hafi verið á meðal látinna. Lögreglan í Indianapolis segir að maðurinn hafi staðið einn að árásinni. 

Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar sem varð við húsnæði fyrirtækisins FedEx. 

Lögregla hefur eftir vitnum að maðurinn hafi beitt sjálfvirku skotvopni í árásinni. Þá segir lögregla að engin almannahætta sé til staðar sem stendur. 

„Þegar lögreglumenn komu á staðinn var í gangi virk skotárás. Í kjölfar bráðabirgðarannsóknar á svæðinu fundust átta einstaklingar með meiðsli í samræmi við skotsár. Þessir átta voru látnir á staðnum,“ hefur BBC eftir Genae Cook, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Indianapolis. 

Cook segir að fjórir hafi verið fluttir slasaðir á sjúkrahús, þar af var einn lífshættulega slasaður. Fjölmargir aðrir fóru á eigin vegum á sjúkrahús. 

Ekki liggur fyrir hvað bjó að baki árásinni.

AFP
Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið í dag …
Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið í dag vegna árásarinnar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert