ESB beitir herforingjastjórn refsiaðgerðum

Heiko Maas.
Heiko Maas. AFP

Evrópusambandið hefur ákveðið að beita refsiaðgerðum gegn tíu embættismönnum herforingjastjórnarinnar í Mjanmar og tveimur stórum fyrirtækjum sem tengjast hernum vegna valdaránsins í landinu og blóðugra aðgerða gegn mótmælendum.

„Auk einstaklinga hefur þetta áhrif á tvö stór fjármálafyrirtæki sem tengjast hernum,“ sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, á fjarfundi með utanríkisráðherrum annarra ríkja ESB.

Frá mótmælum gegn herforingjastjórninni í gær.
Frá mótmælum gegn herforingjastjórninni í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert