Vilja áþreifanlegar sannanir um að prinsessan sé á lífi

Latifa í myndbandi sem hún gerði áður en hún reyndi …
Latifa í myndbandi sem hún gerði áður en hún reyndi að flýja land árið 2018.

Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir því að Sameinuðu arabísku furstadæmin veiti áþreifanlegar sannar fyrir því að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir leiðtoga Dúbaí, sem talið er að sé í gíslingu föður síns, sé á lífi.

Í yfirlýsingu sem gefin var út í dag kröfðust mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna þess einnig að henni yrði sleppt úr haldi undir eins.

Konungsfjölskyldan hefur áður sagt að prinsessan sé örugg og að hugsað sé um hana heima fyrir.

Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er tekið fram að það dugi ekki að segja að hugsað sé um hana heldur væri krafist frekari upplýsinga.

Í upptökum sem BBC fékk í febrúar sagðist Latifa prinsessa vera haldið í gíslingu í einbýlishúsi sem breytt hafði verið í fangelsi án aðgangs að læknisaðstoð. Í upptökunni segir hún einnig að sér hafi verið byrluð ólyfjan og flogið með hana aftur í gíslingu þegar hún reyndi að flýja Dúbaí árið 2018.

„Okkur er brugðið að þrátt fyrir opinbera útgáfu í febrúar á myndefni þar sem Latifa greindi frá því að hafa verið svipt frelsi gegn vilja sínum, og eftir opinbera beiðni um frekari upplýsingar um stöðu hennar, hafi engar áþreifanlegar upplýsingar verið veittar af yfirvöldum,” segir í yfirlýsingunni frá Sameinuðu þjóðunum.

Frétt af vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert