Prins sagður hafa drepið einn stærsta björn Evrópu

Mynd úr safni af skógarbirni.
Mynd úr safni af skógarbirni. AFP

Rúmenar segjast vera að rannsaka dráp á stórum skógarbirni sem aðgerðasinnar segja að prins frá Liechtenstein hafi drepið á ólöglegan hátt er hann var á veiðum í Karpatafjöllum í Rúmeníu.

Dýraverndunarsinnar saka prinsinn Emanuel von und zu Liectenstein um að hafa drepið 17 ára gamlan skógarbjörn, þann „stærsta” sem sést hefur í Rúmeníu, á meðan hann var í veiðiferð í mars síðastliðnum en prinsinn býr í Austurríki.

Leyfi hafði gefist fyrir því að drepa kvendýr sem hafði valdið íbúum vandræðum en þess í stað var karldýrið Arthur drepið.

„Arthur var 17 ára gamall og stærsti skógarbjörninn sem hefur sést í Rúmeníu og líklega í öllum Evrópusambandsríkjunum,” sagði Gabriel Paun, formaður samtakanna Agent Green. Samkvæmt skjölum sem samtökin birtu var það prinsinn sem drap björninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert