„Fyrst og fremst fórnarlamb barnsráns“

Dominic Ongwen.
Dominic Ongwen. AFP

Alþjóðaglæpa­dóm­stóll­inn (ICC) dæmdi í dag Úganda­mann­inn Dom­inic Ongwen í 25 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mann­kyn­inu. Ongwen var rænt þegar hann var níu ára gamall skóladengur og gerður að barnahermanni af And­spyrnu­her Drott­ins (LRA). Að eigin sögn var honum gert að borða baunir sem hafði verið dýpt í blóð þeirra fyrstu sem hann drap sem hermaður. Var þetta hluti af innsetningu hans í Andspyrnuhers Drottins. 

„Ég stend hér frammi fyrir þessum alþjóðlega dómstól fyrir margar sakir en samt er ég fyrst fórnarlamb barnsráns. Ég efast um að Jesús Kristur hafi þurft að ganga í gegnum það sama og ég,“ sagði við réttarhöldin.

AFP

Ongwen, sem er 45 ára, var her­for­ingi í  And­spyrnu­her Drott­ins (LRA) og á hann m.a. að hafa haldið fólki í kyn­lífs­ánauð og safnað liði barna­her­manna. Hann var fund­inn sek­ur um 61 ákæru­lið af 70 og er sá fyrsti sem er dæmd­ur sek­ur við ICC fyr­ir þvingaðar þung­an­ir. 

Dóm­ur­inn dæmdi Ongwen, sem er kallaður hvíti maurinn,  sek­an um að hafa fyr­ir­skipað árás­ir á flótta­manna­búðir sem her­for­ingi í LRA en and­spyrnu­her­inn var und­ir stjórn Joseph Kony sem tal­inn er hafa borið ábyrgð á hrotta­leg­um glæp­um í heima­land­inu. Hann hef­ur verið á flótta í mörg ár. 

Saksóknarar höfðu farið fram á 20 ára fangelsisdóm yfir Ongwen og vísuðu þar til þess að honum hafi verið rænt sem litlum skóladreng en hámarksrefsing ICC er 30 ára fangelsi til lífstíðardóms. Þolendur glæpa Ongwen höfðu biðlað til dómstólsins að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. 

Andspyrnuher Drottins var stofnaður fyrir þremur áratugum síðan af fyrrverandi altarisdreng kaþólsku kirkjunnar, Joseph Kony, sem hóf hrottalega uppreisn í Norður-Úganda gegn forseta landsins, Yoweri Museveni.

AFP

Stefnt var að stofnun ríkis sem byggði á boðorðunum tíu en þess í stað voru yfir 100 þúsund drepnir og 60 þúsund börnum rænt. Boðorðið virti ekki landamæri og dreifðist til Súdan, Kongó (Lýð­stjórn­ar­lýð­veldi­sins Kongó) og Mið-Afríkulýðveldisins. 

Þegar Ongwen var dæmdur sekur í febrúar gerðu dómararnir hann persónulega ábyrgar fyrir því að hafa fyrirskipað hermönnum sínum að fremja fjöldamorð í flóttamannabúðum sem kostaði 130 manns lífið. Þar var almenningur læstur inni á heimilunum sínum og kveikt í þeim eða barinn til bana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert