Handtekinn fyrir morð í Noregi

Norska lögreglan handtók mann fyrir morð í Lyngdal.
Norska lögreglan handtók mann fyrir morð í Lyngdal. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Maður hefur verið ákærður fyrir morð á aldraðri konu í norska sveitarfélaginu Lyngdal, samkvæmt Aftenposten. Maðurinn býr í sveitarfélagi og tengist konunni, að sögn norsku lögreglunnar. Þess vegna mun hún ekki tjá sig meira um málið sem stendur.

Konan fannst látin á heimili sínu um tíuleytið í dag. Maðurinn var handtekinn á staðnum af sveit vopnaðra lögreglumanna. „Af því að vitum ekki hvort að búið er að hafa samband við alla nánustu ættingja konunnar munum við ekki gera ítarlega grein fyrir sambandi fórnarlambsins og hins handtekna,“ sagði lögreglufulltrúinn Liv Versland Seland í viðtali við norsku fréttaveituna NTB.

„Starfsmaður sveitarfélagsins fann konuna og varaði lögreglu við. Vegna aðstæðna við fundarstað gerði lögreglan ráð fyrir að um morð væri að ræða. Ég vil ekki fara nánar út í hvaða stofnun starfsmaðurinn starfar við eða önnur smáatriði vegna líkfundarins af því að við viljum fyrst klára að yfirheyra vitnin,“ segir Seland.

Ekki er búið að yfirheyra manninn sem er grunaður morðið. „Hann hefur ekki fengið verjanda og við erum nú að meta hvort hægt sé að yfirheyra hann í dag,“ segir Seland um hinn grunaða.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert