Hald lagt á fjölda stolinna menningarverðmæta

Höfuðstöðvar Europol í Hollandi.
Höfuðstöðvar Europol í Hollandi. AFP

Europol lagði árið 2020 hald á 56.400 ólögleg menningarverðmæti. Á meðal þeirra hluta sem gerðir voru upptækir voru fornminjar, húsgögn, málverk, hljóðfæri og högglistaverk. 

Á tímabilinu 1. júní til 31. október 2020 voru verðmæti gerð upptæk í 31 landi. Tugþúsundir leita fóru fram við landamæraeftirlit á fjölmörgum flugvöllum, í höfnum, við landamæri, á söfnum og uppboðshúsum. Yfir 300 rannsóknir hófust út frá umræddu eftirliti og 67 voru handteknir. 

Stærstur hluti þeirra verðmæta sem lagt var hald á voru fornminjar, alls 27.300, sem lagt var hald á í sömu aðgerð frönsku lögreglunnar. Einn var handtekinn í tengslum við málið. 

Spænska lögreglan lagði hald á yfir 7.700 menningarverðmæti, meðal annars styttur, fornminjar, vopn, málverk og söfn kvikmynda og ljósmynda að verðmæti yfir 9 milljónir evra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert