Fundin eftir þrjár vikur úti á hafi

Konan var ein í bátnum en hinir 59 farþegarnir komust …
Konan var ein í bátnum en hinir 59 farþegarnir komust ekki lífs af. AFP

Sautján ára stúlka fannst á lífi í bát sem hafði flotið um hafið í þrjár vikur. Fannst hún í bátnum ásamt tveimur öðrum án vatns eða matar. Farþegar í bátnum voru í upphafi 59 en aðeins þrír lifðu af. BBC greinir frá

Stúlkan, Aicha, yfirgaf heimabæinn sinn á Fílabeinsströndinni í nóvember og steig um borð í bátinn í Marítaníu, í von um að komast til Evrópu en eldri systir hennar var sú eina sem vissi af ferðalaginu.

Henni var bjargað af spænsku landhelgisgæslunni en ekki er vitað um að afrískir bátaflóttamenn hafi lent í öðrum eins harmleik. 

AFP
Spænka landhelgisgæslan dró bátinn í land.
Spænka landhelgisgæslan dró bátinn í land. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert