G7 ríkin sjá við Kína

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Ursula …
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB í dag. AFP

Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í dag var hulunni svipt af áformum sem ætlað er að sjá við  innviðafjárfestingum Kína með efnahagsaðgerðum fyrir fátækari lönd og nýjan samningum um hvernig tekist verður á við framtíðar faraldra. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti skilaboð þess efnis að Bandaríkjamenn ætli sér að verða aftur leiðandi í alþjóðasamvinnu og lýsti yfir „endurkomu Bandaríkjanna“ eftir stjórnartímabil Donalds Trumps sem einkenndist af ólgu í alþjóðastjórnmálum. 

„Við erum á sömu blaðsíðunni,“ lýsti Biden yfir við blaðamenn eftir fund sinn með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Spurður hvort að aðrir leiðtogar G7 ríkjanna væru á sama máli um að Bandaríkin væru að taka aftur við stjórnartaumum benti Biden á Macron sem tók undir og sagði „tvímælalaus“.

Fyrirætlanir G7 ríkjanna fela í sér hundraða milljarða fjárfestingahvata fyrir lágtekju- og millihátekjulönd. Samstarfið á að byggjast á „gildum, gagnsæi og vönduðum vinnubrögðum“ er segir á fréttastofu AFP. 

Verkefnið ber yfirskriftina „Build Back Better World“ eða B3W, og er tilgangur þess sagður vera sérstaklega til að veita innviðafjárfestingaverkefni Kínverja, „Belti og braut“ samkeppni. Belti og braut hefur víða verið gagnrýnt fyrir að steypa fátækum ríkjum í skuldir en hingað til hafa Vesturlönd ekki haft svar við átakinu. Meðal landa sem taka þátt í Belti og braut er Ítalía, sem einnig er eitt G7 ríkjanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert