Ákærður fyrir hryðjuverk

Kista Afzaal flutt í moskuna þar sem útför fjölskyldunnar fór …
Kista Afzaal flutt í moskuna þar sem útför fjölskyldunnar fór fram á laugardag. AFP

Saksóknarar í Kanada hafa ákært mann sem sakaður er um að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu í síðustu viku fyrir hryðjuverk. Hann hafði áður verið ákærður fyrir fjögur morð að yfirlögðu ráði og eina tilraun til manndráps. 

Hinn 20 ára Nathaniel Veltman varð Salman Afzaal, 46 ára, eignkonu hans Madiha, 44 ára, dóttur þeirra Yumna, 15 ára, og móður Salman Talat, 74 ára, að bana þegar hann keyrði viljandi á fjölskylduna á pallbíl. Níu ára sonur Salman og Madiha var sá eini sem lifði árásina af. 

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafði áður kallað árásina hryðjuverk. 

Hryðjuverkin hafa leitt til heitrar umræðu um fordóma í garð múslima í Kanada og aukið á ótta múslima sem bera merki trúar sinnar um að þeir verði fyrir árásum. Um er að ræða mannskæðustu árás gegn múslimum síðan sex voru skotnir til bana í mosku í Quebec árið 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert