630 möguleg fórnarlömb misneytingar

Höfuðstöðvar Europol í Haag.
Höfuðstöðvar Europol í Haag. AFP

73 voru handteknir í Evrópu vikuna 31. maí til 6. júní vegna gruns um mansal. 

Fram kemur í tilkynningu frá Europol að um hafi verið að ræða samstillta aðgerð Evrópuríkja með stuðningi Europol. Holland fór fyrir aðgerðinni, en lögreglu-, landamæra- og innflytjendayfirvöld fjölmargra ríkja tóku þátt í henni ásamt vinnumála- og skattayfirvöldum. 

Aðgerðin náði til alls 23 landa. Alls voru 229 handteknir, þar af 73 vegna gruns um mansal. Borin voru kennsl á 630 möguleg fórnarlömb ýmiskonar misneytingar. 4.890 staðir, 16.530 ökutæki og 56.250 einstaklingar voru rannsakaðir af lögregluyfirvöldum ríkjanna 23 í tengslum við rannsókn 750 mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert