Ferðalög frá Bandaríkjunum til Evrópu heimil

AFP

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt að aflétta takmörkunum, sem settar voru vegna kórónuveirunnar, á ferðalög frá átta löndum og svæðum, meðal annars frá Bandaríkjunum. 

Ferðabann til Evrópu mun ekki lengur ná til Albaníu, Norður-Makedóníu, Serbíu, Líbanon, Bandaríkjanna, Taívan, Macau og Hong Kong. 

Aðildarríki ESB munu áfram geta krafist þess að ferðamenn frá ofangreindum ríkjum fari í sýnatöku eða sóttkví. 

Ytri landamæri Evrópu hafa verið lokuð fyrir ónauðsynlegum ferðalögum frá því í mars 2020. Síðasta árið hefur Evrópusambandið reglulega gefið út lista með þeim ríkjum utan Evrópu sem ferðalög eru heimil frá. Japan, Ástralía, Ísrael, Nýja-Sjáland, Rúanda, Singapore, Suður-Kórea og Taíland eru þegar á listanum. 

Nýgengni smita þarf að vera innan við 75 á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu 14 daga til þess að ferðalög til Evrópu geti orðið heimil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert