Enginn kannast við að eiga gömul og verðmæt málverk

Annað verkanna er sjálfsmynd málarans Pietro Bellotti.
Annað verkanna er sjálfsmynd málarans Pietro Bellotti.

Lögreglan í Þýskalandi hefur óskað eftir upplýsingum frá almenningi eftir að tvö verðmæt málverk frá 17. öld fundust við A7-þjóðveginn í Bæjaralandi í síðasta mánuði.

Talið er að gripirnir, sem eru olíumálverk, séu eftir hollenska listamanninn Samuel van Hoogstraten og Ítalann Pietro Bellotti.

Karlmaður fann þau við bensínstöð á veginum suður af Würzburg og kom þeim til lögreglunnar. Enginn hefur enn gert tilkall til þeirra.

Samuel van Hoogstraten mun hafa málað þessa mynd af dreng …
Samuel van Hoogstraten mun hafa málað þessa mynd af dreng með húfu.

Milljóna króna málverk

Sérfræðingar segja listaverkin ósvikin.

Í umfjöllun BBC er bent á að málverk eftir Hollendinginn hafi selst á rúm 50 þúsund pund árið 2019, eða rúmar átta milljónir króna.

Annað verka hans seldist árið 2018 fyrir 285 þúsund pund, eða tæplega 49 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert