Kraftmikil sprenging á iðnaðarsvæði í Þýskalandi

Að minnsta kosti einn er látinn, fjögurra er saknað og mikill fjöldi er slasaður eftir sprengingu í morgun á iðnaðarsvæði í vesturhluta Þýskalands.

Sprengingin varð hjá fyrirtæki í efnaiðnaði og er sá látni starfsmaður fyrirtækisins. Íbúar borgarinnar Leverkusen eru hvattir til þess að halda sig innandyra og loka öllum gluggum vegna mengunar en hættuástandi hefur verið lýst yfir.

Orsök sprengingarinnar er ókunn en hvellur heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. Borgarstjóri Leverkusen, Uwe Richrath, segir daginn í dag dimman fyrir íbúa borgarinnar. Þá eru íbúar beðnir að borða ekki ávexti og grænmeti sem þeir hafa ræktað sjálfir í görðum sínum.

Þykkur reykjamökkur sást á svæðinu.
Þykkur reykjamökkur sást á svæðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert