„Mjög erfitt að flytja líkin niður“

John Snorri á K2.
John Snorri á K2. Ljósmynd/Aðsend

Pakistanar skoða nú hvernig flytja skuli lík fjallgöngumannanna þriggja sem fundust á K2 niður á stað þar sem hægt verður að fljúga með þau niður til byggða.

Hinir látnu eru John Snorri Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr.

„Lík fjallgöngumannanna eru ósködduð og frosin,“ sagði Ayaz Shagri, hjá Alpaklúbbi Pakistans, og bætti við að þau hefðu fundist í 7.800 metra hæð.

„Það er mjög erfitt að flytja líkin niður úr þessari miklu hæð,” sagði Karrar Haidri, sem er einnig í Alpaklúbbnum. Hann nefndi að herinn ætli að aðstoða við framkvæmdina.

Líkin þrjú fundust eftir að skoski fjallgöngumaðurinn Rick Allen lést í snjóflóði á K2 á sunnudaginn.

Fjölskylda Johns Snorra sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að flytja líkama fjallgöngumannanna þriggja niður af fjallinu, enda aðstæður mjög erfiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert