Óttaðist að deyja í árásinni

Aquilino Gonell á Bandaríkjaþingi í dag.
Aquilino Gonell á Bandaríkjaþingi í dag. AFP

Bandarískur lögreglumaður líkti árásinni, sem var gerð á þinghúsið í höfuðborginni Washington, við umsátur frá tímum miðalda og sagðist hafa óttast að hann myndi deyja.

Þetta kom fram í vitnisburði hans á Bandaríkjaþingi þar sem rannsókn hófst í dag á því þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í þinghúsið í byrjun árs.

„Þetta var eins og bardagi frá miðöldum. Við börðumst hlið við hlið, skref fyrir skref, til að koma í veg fyrir innrás í þinghúsið,“ sagði lögreglumaðurinn Aquilino Gonell.

Fimm manns, þar á meðal lögreglumaður, lét­ust í árásinni. 

Lögreglumenn, þar á meðal Gonell, áður en þeir gáfu vitnisburð,
Lögreglumenn, þar á meðal Gonell, áður en þeir gáfu vitnisburð, AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert