Asp­halt Princess sagt öruggt

Flutningaskipið Asp­halt Princess.
Flutningaskipið Asp­halt Princess. AFP

Ráns- eða yfirtökutilraun á flutningaskipinu Asphalt Princess er lokið og er skipið öruggt að sögn breskra siglingayfirvalda.

Tilkynningu þess efnis var tíst af opinberum reikningi siglingamálayfirvalda í Bretlandi fyrir um klukkustund. 

Þar segir: Óboðnir gestir hafa yfirgefið skipið. Skip er öruggt. Atviki lokið. 

Grunur leikur á að um ránstilraun hafi verið að ræða en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Atvikið gerist aðeins nokkrum dögum eftir að möguleg drónaárás var gerð á Mercer Street í síðustu viku þar sem tveir létust; bresk­ur ör­ygg­is­vörður og rúm­ensk­ur áhafnamaður.

Banda­rík­in, Bret­land og Ísra­el segja Íran standa að baki árás­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert