Kínverskir geimfarar lentu heilir á húfi

Geimfararnir þrír áður en þeir lögðu af stað út í …
Geimfararnir þrír áður en þeir lögðu af stað út í geim. AFP

Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðu niðri snemma í morgun eftir 90 daga leiðangur.

Þetta var lengsta mannaða geimferð Kínverja frá upphafi og er nýjasta skref þjóðarinnar í átt að því að verða stórveldi hvað geimferðir varðar.

Hylki með geimfarana um borð lenti um hálfsexleytið í morgun í Gobi-eyðimörkinni með aðstoð fallhlífar.

Allir um borð í geimfarinu Shenzhou-12 voru við góða heilsu að leiðangrinum loknum, að sögn ríkisfjölmiðilsins CCTV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert