Eldgos hafið á Kanaríeyjum

Eldgos er hafið á eyjunni La Palma.
Eldgos er hafið á eyjunni La Palma. Ljósmynd/INVOLCAN

Eldgos er hafið á Kanaríeyjum. Eldfjallafræðistofnun Kanaríeyja greinir frá þessu og birtir myndir og myndskeið frá vettvangi.

Þar má sjá gosmökk rísa upp úr hlíðum eyjunnar La Palma, en yfirvöld hafa að undanförnu varað við því að gos kunni að vera í vændum.

Nálægt íbúabyggð

Mörgþúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu undanfarna viku. Eins og sjá má á twittersíðum íbúa eyjarinnar er gosið ansi nálægt íbúabyggð.

Mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu viku undir eldfjallahryggnum Cumbre Vieja en ríflega 20.000 skjálftar hafa mælst síðan síðasta laugardag.

Afleiðingar gossins gætu verið gífurlega alvarlegar. Um áratugaskeið hafa vísindamenn fjallað um jarðskrið á svæðinu. Kæmi til þess að hluti eyjarinnar hryndi í sjó gæti stór flóðbylgja gengið á land í eyjunum í Karíbahafi og á Flórída.

Með því að smella hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar RTVC á Kanaríeyjum:

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert