Lögregluþjónar fleiri en mótmælendur í Washington

Mynd frá mótmælunum í Washington.
Mynd frá mótmælunum í Washington. AFP

Mikill viðbúnaður var í gær þegar stuðningsmenn Donalds Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna vildu vekja athygli á því sem þeim þótti óréttlát meðferð þeirra sem réðust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. 

Mótmælendurnir segja þá 185 sem sæta grun um að ráðast í þinghúsið vera pólitíska fanga en samkvæmt AP-fréttaveitunni sitja 63 enn í varðhaldi vegna innrásarinnar. 

Mótmælendur í minnihluta

Í gær héldu samtökin Look Ahead America því samstöðufund fyrir þessa fanga og höfðu fengið leyfi fyrir 700 manna samkomu. Einungis 100 til 200 mættu þó og því voru fleiri lögreglumenn á svæðinu en mótmælendur. Ofan á þann fjölda bættust svo fjöldi fjölmiðlamanna svo að lokum voru mótmælendur komnir í minnihluta. 

Skipuleggjandi viðburðarins er fyrrum bandamaður Donalds Trump en hann hvatti fólk til þess að sýna stillingu til þess að halda mótmælunum friðsælum. Trump sjálfum þótti sér fátt um finnast og líkti þessu við leikrit:

„Ef fáir mæta mun fólk segja að það sé lítill andi í þessari baráttu. Ef fólk mætir hins vegar verður það fyrir aðkasti,“ sagði Trump í viðtali við miðilinn The Federalist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert