Líkum átta flóttamanna skolaði á land

Ríflega 10 þúsund flótamenn hafa flúið yfir Miðjarðarhafið til Suður-Spánar …
Ríflega 10 þúsund flótamenn hafa flúið yfir Miðjarðarhafið til Suður-Spánar á þessu ári. AFP

Lík átta flóttamanna hafa fundist við strendur Spánar síðustu tvo daga og var eitt barn í hópi þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirvöldum á Almeríu en málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Talið er líklegt að flóttamennirnir hafi lagt af stað á einum eða fleiri bát frá Marokkó eða Alsír í von um að komast yfir til Evrópu. Er þetta a.m.k. 200 kílómetra ferðalag yfir Miðjarðarhafið.

Hingað til hafa alls 10.701 flóttamenn tekist að koma sér yfir til Suður-Spánar á þessu ári. Eru það 1.680 fleiri flóttamenn ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Alþjóðleg samtök flóttamanna telja að a.m.k. 238 hafi látið lífið á þeirri leið frá byrjun þessa árs.

Tvö þúsund tapað lífi sínu

Alls hefur 11.060 flóttamönnum tekist að flýja til Kanaríeyja frá Vesturströnd Afríku. Er það ríflega tvöfaldur fjöldi ef miðað er við sama tíma á síðasta ári, en þá höfðu einungis 5.090 komist yfir.

Samkvæmt upplýsingum frá Caminandi Fronteras, spænskum mannréttindasamtökum sem fylgjast með neyðarköllum flóttamanna á sjó, hafa tvö þúsund manns tapað lífi sínu eða týnst á leiðinni yfir Atlantshafið þetta árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert