Lögðu hald á metmagn heróíns

Lögreglan hefur greint frá því að hún hafi handtekið malasískan …
Lögreglan hefur greint frá því að hún hafi handtekið malasískan mann í tengslum við málið, hann hefur verið kærður fyrir fíkniefnasmygl og gæti hlotið lífstíðarfangelsisdóm. CHAIWAT SUBPRASOM

Ástralska lögreglan hefur lagt hald á heróín að andvirði 104 milljóna bandaríkjadala, uphæð sem samsvarar tæplega 13,5 milljörðum króna. Þetta er stærsta heróínsending sem lögreglan hefur lagt hald á þar í landi.

Yfirvöld í landinu segja að sending sem vó rúmlega 450 kíló, innihélt 1.290 pakkningar af heróíni. Lagt var hald á sendinguna í höfninni í Melbourne, sem er stærsta höfn landsins. Þetta kemur fram á vef BBC.

Lögreglan hefur greint frá því að hún hafi handtekið malasískan mann í tengslum við málið. Hann hefur verið kærður fyrir fíkniefnasmygl og gæti hlotið lífstíðarfangelsisdóm.

Lögreglan telur að fyrir hver tvö kíló af heróíni sem fóru ekki í dreifingu að a.m.k. einu mannslífi hafi verið bjargað. Því telur hún að um það bil 225 mannslífum hafi verið bjargað með stöðvun sendingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert