Þrifu óvart burt veggskreytingar keyptar af borginni

Veggskreytingarnar voru eftir þrjár listakonur.
Veggskreytingarnar voru eftir þrjár listakonur. Ljósmynd/Raquel Garcia

Listaverk sem borgaryfirvöld í Cardiff í Wales létu mála á götur borgarinnar hafa óvart verið þrifin burt vegna misskilnings.

Borgin keypti veggskreytingarnar til þess að lífga upp á borgina og gera hana meira aðlaðandi fyrir ferðamenn.

Þrjár listakonur voru fengnar í verkið til þess að fagna fjölbreytileikanum. BBC hefur eftir einni þeirra, Beth Blandford, að hún sé „gjörsamlega miður sín“ að verkin séu eyðilögð.  

Borgin hefur beðist afsökunar og segir atvikið hafa átt sér …
Borgin hefur beðist afsökunar og segir atvikið hafa átt sér stað „vegna hrikalegra mistaka í samskiptum við ræstitækna borgarinnar“. Ljósmynd/Rachel Kinchin

Borgin hefur beðist afsökunar og segir atvikið hafa átt sér stað „vegna hrikalegra mistaka í samskiptum við ræstitækna borgarinnar“.

Blandford er 25 ára og segir að það hafi tekið hana fimm daga að klára verkið. Á hverjum degi hafi hún unnið í 12 til 16 klukkustundir. 

„Við skipulögðum verkið í þaula og vorum svo spennt fyrir því, þetta er mikil synd.“

Borgin vinnur nú að því að bæta úr mistökunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert