Amnesty lokar skrifstofum í Hong Kong

Amnesty segja mannréttindasamtök ekki geta starfað í því umhverfi sem …
Amnesty segja mannréttindasamtök ekki geta starfað í því umhverfi sem kínversk stjórnvöld hafa skapað í Hong Kong. AFP

Amnesty International ætlar að loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna vegna nýrra laga sem kínversk stjórnvöld hafa sett í borginni.

Lýkur þar með fjögurra áratuga langri sögu mannréttindasamtakanna í Hong Kong.

Umrædd lög eru á sviði þjóðaröryggis og segja forsvarsmenn Amnesty að ekki sé hægt fyrir mannréttindasamtök að starfa við slíkar aðstæður sem nú ríkja í Hong Kong.

„Þessi ákvörðun var tekin með miklum trega og stafar af nýjum þjóðaröryggislögum í Hong Kong, sem gera það ómögulegt fyrir mannréttindasamtök að starfa af frjálsræði í borginni og án ótta við alvarleg afskipti stjórnvalda í Kína,“ segir Anjhula Mya Singh Bais, stjórnarformaður Amnesty International, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert