Fimm verðlaun til Íslendinga

Nýtt merki KSÍ hlaut bronsverðlaun í flokki vörumerkja.
Nýtt merki KSÍ hlaut bronsverðlaun í flokki vörumerkja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar unnu til fimm verðlauna í árlegri verðlaunagjöf ADCE samtakanna. En samtökin veita verðlaun í ýmsum flokkum er snúa að aulgýsingum og hönnun. Auglýsingastofan Brandenburg vann til fjögurra verðlauna og „Snæfríð og Hildigunnur studio“ unnu ein verðlaun.

Brandenburg vann gullverðlaun fyrir Room 4.1 verk sitt í flokki ljósmynda. Þar var hannað svið sem gat snúist í 360 gráður og var verkið sýnt í Borgarleikhúsinu. Þá hlaut stofan silfurverðlaun fyrir „Allir úr“ auglýsinguna sem unnin var fyrir Nova. Auglýsingin vakti töluverða athygli enda voru meira og minna allir naktir í auglýsingunni.

Brandenburg fékk silfurverðlaun fyrir Room 4.1 í flokknum „stafrænir skjáir“ og fékk svo bronsverðlaun fyrir nýtt merki KSÍ í flokki vörumerkja.

Snæfríð og Hildigunnur studio fengu silfurverðlaun í flokki Ritstjórnarhönnunar en þær hönnuðu kápu bókarinnar, „Konur sem kjósa“.

Hér má sjá nánar um verðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert