Að minnsta kosti 22 látið lífið vegna eldgossins

Eldstöðin er afar virk en síðast gaus fyrir ári síðan.
Eldstöðin er afar virk en síðast gaus fyrir ári síðan. AFP

Að minnsta kosti 22 hafa látið lífið vegna eldgossins í Sameru fjalli á eyjunni Jövu í Indónesíu og er 27 enn saknað.

Frá því að eldgosið hófst á laugardaginn hafa þúsundir flúið heimili sín en stórt og mikið öskuský leggur nú yfir eyjuna.

Hús og bílar standa á kafi í ösku og leðju sem hefur rignt yfir svæðið. Björgunaraðgerðir verða erfiðari eftir því sem leðjan harðnar og líklegt þykir að enn eigi eftir að finna mörg lík. Þá hefur askan og drullan einnig mengað vatnsból umhverfis eldfjallið.

Yfirvöld hafa biðlað til íbúa að ferðast ekki nálægt gosstöðvunum þar sem að mikla mengun er að finna sem gæti farið illa í viðkvæma hópa.

Eldstöðin er afar virk en síðasta gos var í desember á síðasta ári. Það olli miklum skemmdum á mannvirkjum og neyddust þúsundir íbúa til að flýja heimili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert