Kåre Willoch látinn

Harald Stanghelle sagði á níutíu ára afmæli Willoch að hann …
Harald Stanghelle sagði á níutíu ára afmæli Willoch að hann hafði verið merkilega blanda af mikilli visku og framsýni.

Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er látinn, 93 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hægri flokknum en Willoch var fyrrverandi formaður flokksins. 

Willoch var forsætisráðherra Noregs á árunum 1981-1986 og er talinn einn áhrifamesti stjórnmálamaður Noregs frá upphafi.

Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, og einn helsti keppinautur Willochs á sinni tíð, minntist hans í gær og sagði að hann hefði verið heiðursmaður, sem hefði markað stór spor á samtíð sína. 

Willoch var áfram virkur í samfélagsumræðunni á síðari árum og kallaði eftir bættum lífskjörum barnafjölskyldna.

Í kosningunum árið 1977 var Willoch aðeins 50 atkvæðum frá því að verða forsætisráðherra, eftir tapið sagði hann við norska miðla að flokkurinn myndi vinna næstu kosningar og reyndist hann vera sannspár. Willoch varð forsætisráðherra 1981 og myndaði fyrstu hægri stjórn Noregs frá árinu 1928.

Frétt NRK um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert