20 dæmdir til dauða fyrir grimmilegt morð

Lögreglumenn að störfum í Bangladess.
Lögreglumenn að störfum í Bangladess. AFP

Tuttugu manns hafa verið dæmdir til dauða í Bangladess fyrir grimmilegt morð á háskólanema árið 2019. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld á samfélagsmiðlum.

„Tuttugu manns hafa verið dæmdir til dauða og fimm hafa dæmdir í lífstíðarfangelsi vegna morðsins á Abrar Fahad, sagði saksóknarinn Abdullah Abu við AFP-fréttastofuna.

Illa farið lík Fahad, sem var 21 árs, fannst á háskólalóð einhverjum klukkustundum eftir að hann skrifaði færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi forsætisráðherrann Sheikh Hasina fyrir að undirrita samning um samnýtingu vatns með Indlandi. 

Hann var laminn með krikketkylfu og á annan hátt í sex klukkustundir af 25 samnemendum sínum sem voru félagar ráðandi flokks í stúdentapólitíkinni.

„Ég er ánægður með dóminn,” sagði Barkat Ullah, faðir Fahads, við fjölmiðla eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Ég vona að refsingin verði innt af hendi fljótt.”

Að sögn verjanda verður dóminum áfrýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert