Einn af 900 sem var sagt upp á Zoom

Samskiptaforritið Zoom.
Samskiptaforritið Zoom. AFP

Christian Chapman var einn af 900 starfsmönnum sem bandaríska fyrirtækið Better.com sagði upp á einu bretti í gegnum fjarskiptaforritið Zoom.

Myndskeið sem sýnir þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólkinu upp í einu og sama Zoom-spjallinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Chapman, sem er fimm barna faðir, talar í meðfylgjandi myndskeiði um erfiðleikana við að segja fjölskyldunni sinni frá því að hann hafi misst starfið nokkrum vikum fyrir jól, að því er BBC greinir frá.

Chapman segir uppsögnina hafa verið kuldalega og sársaukafulla, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur verið gagnrýndur fyrir athæfið. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert