Olaf Scholz kjörinn kanslari Þýskalands

Neðri deild þýska þingins hefur kjörið jafnaðarmanninn Olaf Scholz sem nýjan kanslara Þýskalands. Tekur hann við af Angelu Merkel, sem hefur verið við völd síðastliðin 16 ár.

Scholz vann leynilegu atkvæðagreiðsluna með 395 atkvæðum af 707.

Hann mun leiða fyrstu „umferðarljósa”-ríkisstjórn landsins sem samanstendur af Jafnaðarmannaflokknum (SPD), Græningjum og Frjálslyndum demókrötum og er hún nefnd eftir litum flokkanna þriggja.

Olaf Scholz (til vinstri) tekur við blómvendi í tilefni þessara …
Olaf Scholz (til vinstri) tekur við blómvendi í tilefni þessara tímamóta. AFP
Angela Merkel (í miðjunni), fráfarandi kanslari, yfirgefur þýska þinghúsið að …
Angela Merkel (í miðjunni), fráfarandi kanslari, yfirgefur þýska þinghúsið að lokinni atkvæðagreiðslunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert