Keyrði án réttinda í yfir 70 ár

Kom í ljós þegar ökumaður þessa bíls var stöðvaður að …
Kom í ljós þegar ökumaður þessa bíls var stöðvaður að hann hafði keyrt án réttinda í marga áratugi. Ljósmynd/Facebook

Karlmaður sem stöðvaður var af lögreglunni í Englandi sagðist hafa keyrt án ökuréttinda og trygginga í yfir 70 ár. BBC greinir frá.

Lögreglan stöðvaði manninn í bænum Bulwell í gærkvöldi. Sögðu lögreglumennirnir að maðurinn, sem er fæddur árið 1938, hafi sagst hafa keyrt án þess að vera með ökuréttindi eða tryggingar frá því hann var tólf ára gamall og að hann hefði aldrei áður verið stöðvaður af lögreglunni.

Lögregla Bulwell, Rise park og Highbury vale, sagði í færslu á facebook að sem betur fer hefði maðurinn aldrei lent í árekstri.

„Sem betur fer hafði hann aldrei lent í slysi, valdið neinum meiðslum og aldrei orðið þess valdur að einhver tapaði miklum fjárhæðum með því að keyra á þá svona ótryggður!“ skrifaði lögreglan.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert