Ganga til kosninga í fimmta sinn á fjórum árum

Yair Lapid utanríkisráðherra (til vinstri) mun taka við stjórnartaumunum af …
Yair Lapid utanríkisráðherra (til vinstri) mun taka við stjórnartaumunum af Naftali Bennett (til hægri), fráfarandi forsætisráðherra, þar til gengið verður til kosninga. AFP

Ísraelskir þingmenn leystu þing landsins frá störfum í dag. Með þessu verður blásið til fimmtu kosninga í Ísrael á tímabili sem er styttra en fjögur ár. 

Yair Lapid, utanríkisráðherra landsins, mun taka við stjórnartaumunum hjá bráðabirgðaríkisstjórn á miðnætti að staðartíma.

92 þingmenn kusu með tillögunni um upplausn þingsins en enginn kaus gegn henni.

Áður var við stjórnvölinn bandalag átta flokka sem höfðu afar mismunandi sjónarmið. 

Flokkarnir of ólíkir

Er þessi niðurstaða sögð „pólitísk líflína“ fyrir Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. 

Það er ein­ung­is ár liðið síðan hann hætti í embætti en sem stend­ur er réttað yfir hon­um vegna meintr­ar spill­ing­ar. Hann hef­ur neitað að hætta í stjórn­mál­um og mæl­ist fylgi flokks hans, Likud, mest í skoðana­könn­un­um.

Stjórn­ar­sam­starfið sem nú hefur verið leyst upp var nokkuð flókið og spáðu marg­ir sér­fræðing­ar því stutt­um líf­tíma. Um var að ræða átta flokka banda­lag sem sam­einaði póli­tíska and­stæðinga frá hægri, vinstri og miðju og inni­fól fyrsta sjálf­stæða fram­boð Ar­aba sem gengið hef­ur til liðs við ísra­elsk­an þing­meiri­hluta. Reynd­ust flokk­arn­ir, sem voru sam­einaðir í þeirri af­stöðu sinni að koma Net­anja­hú frá völd­um, hafa of ólík­ar skoðanir á ýms­um efn­um, t.a.m. mál­efn­um er varða Palestínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert