Telja morð á fjórum múslimum mögulega tengjast

Lögreglan í Albuquerque í ríkinu Nýja-Mexíkó rannsakar nú hvort tengsl …
Lögreglan í Albuquerque í ríkinu Nýja-Mexíkó rannsakar nú hvort tengsl séu á milli morðanna. AFP/Chandan Khanna

Lögreglan í ríkinu Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort nýleg morð á þremur karlmönnum sem voru íslamstrúar tengist morði á öðrum múslima sem framið var í fyrra. 

Lík þeirra þriggja sem voru myrtir á þessu ári fundust á innan við tveggja vikna millibili. Fyrsta líkið fannst 26. júlí, annað 1. ágúst og þriðja núna síðastliðinn föstudag.

Hinir látnu eiga það sameiginlegt að vera allir ættaðir frá suðurhluta Asíu. Tveir þeirra voru frá Pakistan en ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hvaðan sá þriðji var. 

Þá rannsakar lögreglan nú hvort morðin tengist morði sem var framið í nóvember í fyrra, en hinn myrti var frá Afganistan. 

Ríkisstjóri Nýju-Mexíkó greindi frá því á Twitter að hún hafi sett auka lögreglumenn í málið til að aðstoða við rannsóknina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert