Taívan undirbýr varnarviðbrögð

Taívan hóf stórskotaliðs heræfingar í nótt.
Taívan hóf stórskotaliðs heræfingar í nótt. AFP

Taívan hóf umfangsmiklar stórskotaliðsæfingar í nótt til að æfa varnarviðbrögð ef til innrásar af völdum Kína kæmi. Þetta kemur í kjölfar heræfingar Kína umhverfis eyjuna eftir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, til eyjunnar.

„Kína hefur notast við æfingar í hernaðarbók sinni til að undirbúa sig fyrir innrás í Taívan,“ sagði utanríkisráðherra Taívan, Joseph Wu, á blaðamanna fundi í Taipei þar sem hann sakaði Kína um að nota heimsókn Pelosi sem afsökun fyrir hernaðaraðgerðum gegn Taívan.

Umræddar hernaðaræfingar Kína hafa verið gagnrýndar víðs vegar um heiminn. En yfirvöld í Kína telja hins vegar viðbrögð sín vera réttlætanleg við bandarískri „ögrun“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert