Verðbólga í Bretlandi ekki meiri í 40 ár

Nadim Zahawi fjármálaráðherra Bretlands.
Nadim Zahawi fjármálaráðherra Bretlands. AFP

Verðbólga á Bretlandi hefur ekki verið meiri í 40 ár, en í júlí mældist hún 10,4 prósent. 

Í skýrslu sem breski seðlabankinn hefur gefið út er varað við því að verðbólga eigi eftir að ná yfir 13 prósent á þessu ári. Svo mikil verðbólga hefur ekki hrjáð efnahag landsins frá því árið 1980. 

Þá er einnig spáð fyrir um efnahagssamdrátt sem muni endast til síðari hluta ársins 2023. 

Fjármálaráðherra Bretlands, Nadhim Zahawi, segist skilja áhyggjur fólks af hækkandi verðlagi í landinu. Að ná tökum á verðbólgunni sé í algerum forgangi og að gripið verði til aðgerða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert