Krónprinsinn útnefndur forsætisráðherra

Mohammed bin Salman krónprins.
Mohammed bin Salman krónprins. AFP/Fayez Nureldine

Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur verið útnefndur forsætisráðherra landsins í kjölfar uppstokkunar ríkisstjórnar sem tilkynnt var um í dag. Engar breytingar voru gerðar á ráðherrastólum í öðrum mikilvægum ráðuneytum á borð við innanríkis-, utanríkis- og orkumálaráðuneytinu.

Hefð er fyrir því að konungurinn sitji í embætti forsætisráðherra en Mohammed prins hefur farið með stjórn yfir landinu síðustu ár. Ráðstöfunin sem tilkynnt var um í dag formfestir því í raun völd sem prinsinn hefur þegar farið með, segja sérfræðingar.

Salman bin Abdulaziz al Sád, konungur Sádi-Arabíu og faðir krónprinsins, er orðinn 86 ára gamall og er talinn við slæma heilsu. 

Mohammed bin Salman er fyrstur í röð arftaka föður síns. Árið 2015 var hann gerður að varnarmálaráðherra en í því hlutverki hefur hann m.a. haft yfirumsjón með hernaðaraðgerðum Sádi-Arabíu í Jemen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert