Takmarka flugferðir frá Schiphol flugvelli

Undanfarna mánuði hafa farþegar á Schiphol staðið frammi fyrir löngum …
Undanfarna mánuði hafa farþegar á Schiphol staðið frammi fyrir löngum biðröðum. AFP/Ramon van Flymen

Ákveðið hefur verið að takmarka fjölda flugferða frá Schiphol flugvelli í Amsterdam í Hollandi þar til í lok mars á næsta ári vegna langra biðraða og skorts á starfsfólki á flugvellinum.

Undanfarna mánuði hafa farþegar á Schiphol staðið frammi fyrir biðröðum sem hafa varað í margar klukkustundir. Þá hefur framkvæmdastjóri flugvallarins, Dick Benschop, sagt af sér.

Rekstrarstjóri flugvallarins, Hanne Buis, viðurkennir að takmarkanirnar séu „pirrandi“ og segir það vera „stórt verkefni á mjög þröngum vinnumarkaði“ að bæta ástandið.

Í yfirlýsingu frá flugvellinum segir að um áramótin verði skoðað hvort mögulegt verði að fjölga flugferðum í lok janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert