Áform Úkraínu óbreytt

Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba.
Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba. AFP/Bryan R. Smith

Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé ekki með stjórn á þeim landsvæðum sem hann hefur lýst yfir að séu nú partur af Rússlandi.

„Með því að reyna að innlima héröð Úkraínu; Dónetsk, Lúgansk, Sa­p­orísía og Ker­son, reynir Pútín að grípa landsvæði sem hann stjórnar ekki einu sinni á jörðu niðri. Ekkert breytist fyrir Úkraínu: við höldum áfram að frelsa land okkar og fólk og endurheimtum landfræðileg heillindi okkar,“ segir Kúleba í tísti.

Í kjölfar yfirlýsingar Pútíns að úkraínsku héröðin séu nú hluti af Rússlandi hefur gagnrýni komið úr ýmsum áttum, þar á meðal frá Joe Biden Bandaríkjaforseta sem hef­ur for­dæmt „svik­sam­lega“ yf­ir­lýs­ingu Pútíns og seg­ir hann brjóta alþjóðleg lög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert