Íbúar héraðanna verði „borgarar okkar að eilífu“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í ræðu sinni í Kreml í dag að hann vildi að vesturveldin og Úkraína myndu heyra það að íbúar í héruðunum fjórum sem Rússar eru að innlima muni verða rússneskir borgarar að eilífu.

Pútín skrifaði undir sáttmála þess efnis að héruðin væru nú partur af Rússlandi, eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur fordæmt og sagt ólöglegt. Ásamt forsetanum skrifuðu undir leiðtogar héraðanna fjögurra sem Rússar skipuðu sjálfir. 

Hann segir að yfirvöld í Kænugarði eigi að „taka þessari viljayfirlýsingu með mikilli virðingu“.

„Ég vil segja þetta til yfirvalda í Kænugarði og herra þeirra í vestri: Fólk sem býr í Lug­ansk, Dó­netsk, Ker­son og í Sa­p­orísía verða nú borgarar okkar að eilífu,“ sagði Pútín.

Hann biðlar til Úkraínumanna að hætta öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og að koma að samningsborðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert