Fjöldi látinna lægri en upphaflega kom fram

Miklar óeirðir brutust út þegar dómari flautaði til leiksloka.
Miklar óeirðir brutust út þegar dómari flautaði til leiksloka. AFP

Fjöldi þeirra sem lést í troðningi á knattspyrnuleikvangi í borg­inni Malang í Indónesíu er lægri en fyrst var uppgefið. Segja yfirvöld nú að staðfest dauðsföll séu 125 en í morgun kom fram að minnst 174 hefðu látist.

„Sum nöfn voru talin tvisvar þar sem einstaklingarnir höfðu verið sendir á annan spítala, svo nöfn þeirra voru skrifuð niður tvisvar,“ sagði Emil Dardak, ríkisstjórinn.

Á annað hundrað létu lífið í gær þegar að mikill troðningur skapaðist á knattspyrnuleikvangi í Indónesíu eftir að óeirðir brutust út.

Hörm­ung­arn­ar áttu sér stað skömmu eft­ir leiks­lok þegar að lög­regl­an beitti tára­gasi á stuðnings­menn sem höfðu hlaupið út á fót­bolta­völl­inn. Ótti greip um sig og þúsund­ir reyndu að forða sér út um út­ganga Kanj­uru­h­an-leik­vangs­ins sam­tím­is með skelfi­leg­um af­leiðing­um.

Troðning­ur­inn sem skapaðist varð svo mik­ill að fólk átti erfitt með að ná and­an­um og köfnuðu ein­hverj­ir. 180 eru slasaðir, þar af 11 alvarlega.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/10/02/knattspyrnuheimurinn_i_afalli/

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert