Musk ákveðið að kaupa Twitter

Elon Musk hefur ákveðið að kaupa Twitter.
Elon Musk hefur ákveðið að kaupa Twitter. AFP

Milljarðamæringurinn Elon Musk hefur ákveðið að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða Bandaríkjadala eða því sem nemur 6,4 billjónum íslenskra króna. Þetta herma heimildir fréttamiðilsins Reuters.

Kaupin munu binda enda á málaferli Musk við Twitter sem hafa staðið yfir síðan hann fyrst gerði kauptilboð, í apríl síðastliðnum. 

Hluthafar í Twitter samþykktu nýverið að halda til streitu samningi sem var gerður við Elon Musk, um að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða Bandaríkjadala. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert