Hunter gæti verið ákærður fyrir skattsvik

Hunter Biden gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir skattsvik.
Hunter Biden gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir skattsvik. AFP/Nicholas Kamm

Bandaríska rannsóknarlögreglan FBI hefur safnað saman nægum gögnum til að geta ákært Hunter Biden fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á byssuumsókn. Rannsóknin á málefnum sonar forsetans hefur verið í gangi frá 2018, og nú liggur ákvörðunin um formlega ákæru hjá saksóknara Delaware ríkis.

Lögfræðingur Hunter Biden sagði að FBI væri ekki búnir að hafa samband við hann. Hunter hefur ítrekað neitað að hafa brotið lög, að því er segir í umfjöllun CBS og BBC. 

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Hunter Biden er 52ja ára lögfræðingur og “lobbíisti”og hefur unnið víða erlendis eins og í Kína og Úkraínu. Hann var rekinn úr sjóhernum árið 2014 eftir að hafa mælst með kókaín í blóðinu.

Rannsóknin verið í gangi frá 2018

Samkvæmt Washington Post, hófst rannsóknin á Hunter Biden árið 2018 og var áherslan fyrst og fremst á fjármálum hans, sérstaklegaí tengslum við ráðgjöf hans og viðskipti erlendis. Með tímanum var farið að skoða betur hvort hann hefði gefið upp þessar tekjur og eins hvort upplýsingar hans á umsókn um byssukaup 2018. Í bók sem gefin var út í fyrra viðurkenndi Biden að hann hefði þá enn verið háður krakk kókaíni á því ári. En í Washington Post kemur fram að hann hafi svarað spurning á byssuumsókninni neitandi um hvort hann væri háður eða ólöglegur notanda eiturlyfja.

Ákærur vegna ósanninda á byssuumsóknum eru fátíðar og hlaupa á fáum hundruðum árlega í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu sem send var CBS sjónvarpsstöðinni frá lögfræðingi Bidens var sagt að hann treysti því að dómsmálaráðuneytið myndi kanna og ákæra alla þá sem hefðu lekið upplýsingum um rannsóknina til fjölmiðla

„Eins og lög gera ráð fyrir, treystum við því að sækjendur í þessu máli fari vel yfir öll gögn, ekki bara frá FBI heldur líka vitnum í málinu, þar með talin vitni okkar,“ segir í tilkynningu frá lögfræðingnum Chris Clark.

„Það er það sem starf sækjenda snýst um og þeir ættu ekki að vera undir pressu eða gagnrýndir fyrir að sinna sínu starfi.“

Störf Hunter erlendis þykja vafasöm

Lögfræðingurinn hélt áfram og sagðist ekki hafa nein tengsl við starfsmenn FBI og að allar upplýsingar sem hefðu verið lekið til Washington Post, sem fyrstir komu með fréttina, væru greinilega “hlutdrægar, einhliða og ónákvæmar.”

Hunter Biden hefur lengi verið á skotskífu íhaldsmanna sem telja störf hans erlendis lykta af spillingu. Repúblikanar hafa heitið því að rannsaka hann í þinginu ef þeir vinna meirihluta þingsætanna í næsta mánuði.

Segist ekki blanda sér í mál sonar síns

Hunter Biden hefur viðurkennt að hafa glímt við eiturlyfjafíkn á sínum yngri árum en hefur alltaf neitað öllum ásökunum um glæpi. Hann viðurkenndi 2020 að vita af rannsókninni en sagðist þá þess fullviss að ekkert misjafnt kæmi þar í ljós, og hann hefði notað aðstoðar skattaendurskoðanda við sín skattamál. Í apríl síðastliðnum var haft eftir Ron Klan starfsmannastjóra Hvíta hússins að forsetinn væri þess fullviss að sonur sinn væri saklaus, og málið væri í höndum Dómsmálaráðuneytisins og hann myndi ekki skipta sér af þeirra störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert