Ríkisstjórn og stjórnarandstaða hefja viðræður á ný

Maduro tók við sem forseti landsins árið 2013.
Maduro tók við sem forseti landsins árið 2013. AFP/Jhonn Zepra/Miraflores

Ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og stjórnarandstaða landsins ætla að hefja stjórnmálaviðræður að nýju í Mexíkó í dag eftir fimmtán mánaða hlé. Markmiðið er að rjúfa þá pólitísku pattstöðu um hvað teljist frjálsar kosningar.

Verði niðurstaða þessara viðræða farsæl gæti það orðið til þess að Venesúela, sem er ríkt af olíu, nái að gera sig aftur gildandi á hinum alþjóðlegu olíumörkuðum.

Þegar hafa Bandaríkjamenn fagnað því að viðræður séu hafnar á ný og létt á refsiaðgerðum sínum er varða olíuiðnaðinn.

Stjórnmálakreppa hefur lengi ríkt í Venesúela en hún varð enn verri þegar Maduro lýsti sig sigurvegara í umdeildum kosningum árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert